Brjálað!!

hahaha.. alltaf sama vesenið á þessum munkum, og núna eru blessaðar nunnurnar búnar að bætast í hópinn!

 Mér finnst þetta e-ð svo absúrt.. !! :)

 

Supriya


mbl.is Nunnur bætast í hóp mótmælenda á Myanmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ef þú ferð í fjölmiðlafræðina, þá læriru væntanlega um hörmungar fólksins í Myamar sem barist hafa gegn herforingjastjórn landsins á annan tug ára ef ekki lengur. Aung San Suu Kyi er kona sem þorði að mótmæla stefnu og valdníðslu herforingjastjórnarinnar og þeir stungu henni í fangelsi, þar hefur hún verið  meira og minna s.l. 17 ár eða 12 ár í allt og á þeim tíma hefur hún fengið friðarverðlaun Nóbels sem hún gat ekki sjálf tekið við af því hún var í fangelsi. Þessi herforingjastjórn hefur verið fordæmd um allan heim en hún heldur velli í krafti níðslu og hefur drepið fjölda fólks.

Þessi mótmæli munkana þykja einstök, þeir njóta ótakmarkaðra virðinga og þykja heilagir og stjórnin reynir allt sem hún getur til að stoppa þá af með peningagjöfum en þeir neita að taka við því. Og nú hafa nunnurnar bætst við. Svo er bara að vona að fólkið í landinu fái lýðræði.

Edda Agnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 09:40

2 identicon

Fréttir frá mbl.is  fyrir nokkrum vikum síðar greindu frá því að Búddamunkar hefðu staðið í mjög ófriðlegum mótmælum, og eyðileggingum á eignum, meðal annars kveikt í lögreglubílum.  Það finnst mér ekki vera mjög heilagt, og það eina sem ég er í þessum pistlum mínum að benda á, er að allir geta orðið reiðir. Ég hef skoðað fræðin sem munkarnir byggja á og þetta kom mér einfaldlega á óvart. Munkarnir voru þeir síðustu sem ég hugsaði til þess að myndu til sýna ófrið eða óeirðir, eða allavega þá brýtur það í bága við það líferni sem þeir eru frægir fyrir. Núna svo sé ég aðra grein um aðra munka með mótmæli og nunnurnar með þeim.. svo að ég gat ekki annað en slegið á smá létta strengi. Ég viðurkenni að ég ruglaði þessum tveimur málum saman þegar ég skrifaði þetta að ofan,  en ég sé núna þegar ég skoða málið betur að þeir snúast um gerólíka hluti, Bensínhækkun og vilja á lýðræði! Sem er að sjálfsögðu gerólíkt. Dreg því til baka orð mín um vesen!

Mátt ekki misskilja mig, ég er ekki að setja út á mótmælin ein og sér, heldur er ég að furða mig á þessari nýju sjón, að sjá munka mótmæla og þá jafnvel með óeirðum! Kom mér bara á óvart... En getur vel verið að þeir séu að gera góða hluti, ég þarf að kynna mér það mál betur, enda var þessi litla athugasemd mín alls ekki um það! :)

En eins og þú segir, það er vonandi að fólkið fái lýðræði.

p.s. ég veit vel um athafnir Aung San Suu Kyi, enda lærir maður líka sögu í framhaldsskóla!;)

Supriya (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband