Hugarró?

Vá þessi frétt kemur mér á óvart!! Ég hélt að Búddamunkar kunngerðu hugarástand sem einkennist af hugarró. Nægjusemi, friður og hamingja. Hmmm? En þegar bensínið hækkar, þá verða greinilega allir brjálaðir! Eins gott að þeir voru nú ekki á staðnum þegar bensínfyrirtækin heima höfðu samninga um bensínverð! þá hefði djöfullinn hitt ömmu sína! Er ástæða fyrir staðfestu þeirra í að halda hugarró? Eru munkar kannski fyrrverandi uppreisnarseggir með hávaða eða stórlaxar sem hafa fengið nóg af hraðanum og því flúið á bak við appelsínugula kufla þar sem rólegheitin og nægjusemin eiga að ráða ríkjum?  En það geta greinilega allir orðið reiðir! Ef Búddamunkar ganga berskersgans og kveikja í lögreglubílum þá hef ég greinilega verið með tilbúnar hugmyndir um þessa menn sem kannski meikar engan sense!!

Ég þarf ég kannski að endurskoða núverandi álit mitt á þessum glöðu, rólegu og nægjusömu munkum! Usssusss...!

amen.


mbl.is Búddamunkar taka öryggissveitarmenn í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh.. athugasemdin datt út, skrifa þá bara aftur! En já þeir sem eru rólegir og yfirvegaðir á yfirborðinu geta verið mestu skaðræðisskepnur þegar á hólminn er komið! En annars velkomin í hópinn, líst vel á þessa síðu hjá þér

HerdíZ (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband