Við höfum nákvæmlega enga stjórn á frágangi mála í þessu lífi. Við reynum og reynum að stjórna okkar eigin lífi, fólkinu í kring um okkur og svo framvegis, en hversu mikið sem við reynum, þá er það víst lífið sjálft sem að snýr okkur í milljón hringi, þó svo að í óreiðunni og stjórnleysinu reynum við að hafa e-ð um málin að segja. Jú, við getum farið að læra, við getum farið í skóla, við getum tekið ákveðna stefnu og ættlað okkur einhverja ákveðna hluti. Við getum lagt okkur fram um að gera okkar besta og gefast ekki upp, en það er líka víst það eina sem við getum.
Eins og segir í Biblíunni, maður uppsker eins og maður sáir. Búddatrúin kennir einnig svipaða hugsun, Karmað. Að ef þú hegðar þér ekki vel þá kemur það niður á þér seinna. Í gegn um lífið er maður víst alltaf að læra og ef maður hefur rétta stefnu og er sjálfum sér samkvæmur, þá á maður að lokum að lenda á réttum stað.
Ég reyndi endalaust að hafa stjórn á öllu sem ég var að gera. Enn í dag er ég hrædd við framtíðina vegna þess að ég veit ekki hvað hún á eftir að færa mér, og það virðist í dag sem að ég hafi ekki einhverja ákveðna stefnu og ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég get verið hundfúl, ég get verið hrædd og ég get verið vonlaus útaf þessari staðreynd, en hversu rökrétt er það?
Í lífinu get ég verið viss um að mér á alltaf eftir að vera komið á óvart, ég verð sett í aðstæður þar sem ég sé ekki fram úr og ég veit ekkert hvernig ég á að takast á við. Ég get reynt að stjórna öllu svo það fari eftir mínu höfði og ég geti verið viðbúin. Ég gæti siglt á lignum sjó alla tíð og forðast áhyggjur.
"The ship is safe in the harbour, but thats not what it is made for"- William Shedd
Þessi málsháttur segir eiginlega allt sem segja þarf. Skipið er gert til þess að sigla, það er byggt til þess að standast hafið við sitt versta. Skipstjóranum er gefinn áttaviti og hann getur valið eigin stefnu, en meira getur hann ekki. Hann verður að taka því sem kemur. Skipið er byggt til þess að takast á við aðstæður sem eru hvorki þægilegar eða fyrirsjáanlegar, en ef það stenst prófraunina og gefst ekki upp, þá mun það alltaf sigla lignan sjó að nýju, komast á leiðarenda að lokum, þrautseigri og sterkari, þó svo að vindar munu blása aftur.
Eins erum við erum gerð til þess að sigla lífsins ólgu sjó og hafa nákvæmlega ekkert um málin að leggja þegar þangað er komið. Við getum haft stefnu eins og skipstjórinn með áttavitann sinn að vopni, en það víst það eina sem við getum. Við getum siglt okkar stefnu og komist þangað að lokum ef við gefumst ekki upp, en vindar munu alltaf blása á okkur áður en við lendum á lignum sjó. Við þurfum að standast prófraunir, við þurfum að vera sterk og við þurfum að vera tilbúin til þess að takast á við lífið þó að það sé ekki alltaf eða reyndar aldrei, eftir okkar höfði. En eins og með skipið, þá munum við alltaf lenda á góðum tímum, en eftir erfiðið þá höfum við unnið fyrir þeim og getum notið þeirra mun betur.
Sumir eru svo "heppnir" að lenda aldrei í neinu slæmu og virðast alltaf sigla þar sem sjórinn er þægilegur og góður, en svo kemur það í ljós að þrátt fyrir það að það hafi mun meira en aðrir, þá kunna þau ekki endilega að meta það, og vita ekki hvað þau hafa vegna þess að þau vita ekki hvað þau gætu skort.
Ég get aldrei vitað hvert leið mín mun liggja nákvæmlega. Ég get ekki séð fyrir hvaða uppákomur munu á mér lenda og ég get ekki stjórnað lífinu eins og ég myndi kannski halda. Það eina sem ég get gert er að taka mér stefnu, hafa áttavitann í hönd og notað alla mína krafta til þess að halda mér á floti, gefast ekki upp og berjast á móti veðri og vindum.
Á endanum mun ég komast í höfn og ég mun vera sterkari og betri, það er það eina sem ég get stólað á.
Því það er víst það sem ég er gerð fyrir.
Supriya
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er líka svo magnað...
...að það er einmit mótvindur sem fær flugdrekann á loft, ekki meðvindur.
Lífið snýst um upplifun en til að njóta hennar verður maður að upplifa ekki aðeins gleði og hamingju heldur einnig erfiðleika og óhamingju...ef allt myndi ganga upp sem maður gerði...þá held ég að maður myndi fá litla gleði út úr lífinu.
Skemmtilegt blogg hjá þér :)
kv
Mr. London
MARKAÐSSETNING Á NETINU, 7.10.2007 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.