Hamingjan er svo yndislega yndisleg.
Hamingjan gefur mér hæfileikann til þess að gefa einhverjum sem minna á, bros og gleði. Þessi tilfinning sem kitlar í maganum, maður getur ekki hamið sig og maður getur ekki falið gleðina sem hún veitir. Hún fær mann til að hoppa og syngja og dansa, þó maður kunni það kannski alls ekki. Það er ekki aðeins gott að finna hamingjuna sjálfur og gleðjast með sjálfum sér, heldur er það stundum enn betra að gleðja einhvern sem manni þykir vænt um og fá fallegt bros til baka sem kveikir eld í hjartanu.
Hvað vekur hamingju?
Hjá mér er það tilhlökkunin og spennan. Þegar e-ð nýtt og ókunnugt knýr að dyrum, þegar ég upplifi einhverja manneskju á annan hátt eða þegar ég finn að ég er elskuð. Þegar ég finn að ég er lifandi og ég sé tilgang minn í verkum mínum. Ég get líka orðið hamingjusöm við það að hlusta á fallega tónlist, sem ef til vill minnir mig á góða tíma eða vekur vellíðan hjá mér og minnir mig á töfrana sem lífið hefur að geyma.
Hamingjuna er að finna á hverjum degi, maður þarf aðeins að opna augun fyrir lífinu. Að sjá barnið sitt hlægja, að hlusta á náttúruna og fuglana, að hugsa um atburði sem snerta okkur geta vakið upp brennandi gleði og þakklætis tilfinningu.Það er þessi tilfinning sem getur slegið á gleðistrengi í hjartanu og fengið laglausan mann til að syngja vel og staurfót eins og mig sjálfa til þess að dansa, eða tilfinningin sem gefur frið og hugarró, sveipir burt öllum áhyggjum og lætur okkur líða fullnægðum, þó við gætum kannski haft mun meira.
Hamingjan gerir okkur nægjusöm, og sýnir okkur hvað við höfum, svo við gleymum því sem okkur skortir. Hvernig sem hamingjan svo birtist, þá er mikilvægt að meðtaka hana. Hamingjan margfaldast þegar maður deilir henni með öðrum, sem er kannski ástæðan fyrir því að ég get aldrei haldið munninum lokuðum þegar ég hef gleðilegar fréttir.
Hamingjan er fólgin í tilfinningunum. Tilfinningarnar gefa okkur þessa hamingjuna, og það eru einmitt þær sem greina okkur frá mörgum öðrum dýrategunum. Við finnum til, en við gleðjumst að lokum.
Hamingjan, gleðitilfinngin er ástæðan fyrir því að lífið er svo þess virði að lifa því. Hamingjan er það sem gerir erfiðleikana, grátinn og sorgina þess virði, vegna þess að þegar allt kemur til alls, þá undir lokin þá öðlumst við hana aftur. Kannski missum í einhverntíma, en þegar hún kemur til baka þá er það allt þess virði.
Hamingjan drífur mig áfram, hamingjan gerir mig að betri manneskju og hjálpar mér að geta og gera meira en ég hélt ég gæti einhverntíma gert. Í dag er ég mjög hamingjusöm, og ég vona að þið séuð það líka.
Knús á ykkur öll.
Supriya
Bloggvinir
Mars 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.