Ég get ekki sagt að mér hafi brugðið mikið í morgun þegar maðurinn minn sagði mér af tilraun til hryðjuverkaárása hérna í Kaupmannahöfn. Heimur versnandi fer og manni er hætt að bregða við slíkum fregnum. Maður er víst hvergi öruggur og eins gott að fara að toga til sín tærnar!
Allir aðilar sem handteknir voru, voru að erlendum uppruna, ýmist sólamískum, afgönskum eða tyrkneskum. Lögreglan ruddist inn á heimili og fjölskyldur þeirra handteknu klukkan 2 í nótt þar sem húsin voru rýmd og feður og mæður, bræður og systur voru flutt á brott. Það sem mér finnst leiðinlegt er að núna á útlendingahatrið hérna í Danmörku ekki eftir að batna. Ég get ekki álásað Dönum fyrir að vera súrir við þá sem þeir hleypa inn í landið sitt, fyrir að misnota sér góðmennsku og snúa sér svona gegn þeim.
Heimur versnandi fer og maður uppsker því sem maður sáir. Því miður eru þessi viskuorð farin að að eiga við um fleiri en þá sem sá. Fleiri uppskera það sem þeir örfáu sá, og það finnst mér ósanngjarnt. Mér finnst málin og viðhorf gagnvart innflytjendum í Danmörku standa nógu illa nú þegar, og ekki er þetta á leiðinni til að bæta einn né neitt. Ég sem dökkur Íslendingur í Kaupmannahöfn hef svo sannarlega fengið minn skerf af leiðindum fyrir húðlit að kunna ekki dönskuna fullkomnlega, á þeim 3 mánuðum sem ég hef búið hérna. Ég hef ég beinlínis fengið illt augnaráð og mikla ókurteisi, sérstaklega þegar ég tala ensku en ekki dönsku. Svo þegar ég segist vera Íslendingur, þá breytist viðhorfið strax og fólk byrjar að brosa og afsaka sig. Þetta er mjög nýtt fyrir mér, þar sem ég sem er fædd og uppalin á Íslandi hef aldrei kynnst fordómum að neinu merkjanlegu leiti heima á klakanum. Ég get þá ekki öfundað þá fjölmörgu innflytjendur, og múslima sem búa hér, því ef ég fæ skítkast hvað fá þeir þá?
Ég er alls ekki að réttlæta eitt né neitt sem þessir menn stóðu fyrir, enda er ég ein af flestum sem gagnrýnir ofsatrú og trúi ég að skilningsleysi í garð þeirra sem eru öðruvísi sé ein helsta ástæða fyrir versnandi heimi. Ég er á móti því að ættlast til þess að allir menn séu eins, og þegar mönnum mislíkar e-ð í fari annara að gripið sé til ofbeldis og misveldis. Skoðun mín er hinsvegar sú að rangt sé að að dæma fjöldann af þeim örfáu.
En eins og ég segi, ég geri ráð fyrir að hlutirnir eiga eftir að versna og ekki hlakka ég til að fá leiðindin framan í mig. Eins gott að ég fari að læra dönskuna almennilega!! Kannski ganga um í vetur með endurskinsmerki sem sýna íslenska fánann með harðfisk í einni og lakkrís í hinni talandi íslensku og syngjandi sálma? Ég yrði kannski pirrandi.. en þá fengi ég líklega annað viðhorf...
Supriya
Al Qaeda að koma undir sig fótunum á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 5.9.2007 | 08:12 (breytt kl. 08:23) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.