Lífsins ólgusjór

Við höfum nákvæmlega enga stjórn á frágangi mála í þessu lífi. Við reynum og reynum að stjórna okkar eigin lífi, fólkinu í kring um okkur og svo framvegis, en hversu mikið sem við reynum, þá er það víst lífið sjálft sem að snýr okkur í milljón hringi, þó svo að í óreiðunni og stjórnleysinu reynum við að hafa e-ð um málin að segja. Jú, við getum farið að læra, við getum farið í skóla, við getum tekið ákveðna stefnu og ættlað okkur einhverja ákveðna hluti. Við getum lagt okkur fram um að gera okkar besta og gefast ekki upp, en það er líka víst það eina sem við getum. 

Eins og segir í Biblíunni, maður uppsker eins og maður sáir. Búddatrúin kennir einnig svipaða hugsun, Karmað. Að ef þú hegðar þér ekki vel þá kemur það niður á þér seinna. Í gegn um lífið er maður víst alltaf að læra og ef maður hefur rétta stefnu og er sjálfum sér samkvæmur, þá á maður að lokum að lenda á réttum stað. 

 
Ég reyndi endalaust að hafa stjórn á öllu sem ég var að gera. Enn í dag er ég hrædd við framtíðina vegna þess að ég veit ekki hvað hún á eftir að færa mér, og það virðist í dag sem að ég hafi ekki einhverja ákveðna stefnu og ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég get verið hundfúl, ég get verið hrædd og ég get verið vonlaus útaf þessari staðreynd, en hversu rökrétt er það?

 
Í lífinu get ég verið viss um að mér á alltaf eftir að vera komið á óvart, ég verð sett í aðstæður þar sem ég sé ekki fram úr og ég veit ekkert hvernig ég á að takast á við. Ég get reynt að stjórna öllu svo það fari eftir mínu höfði og ég geti verið viðbúin. Ég gæti siglt á lignum sjó alla tíð og forðast áhyggjur.  


"The ship is safe in the harbour, but thats not what it is made for"- William Shedd


 Þessi málsháttur segir eiginlega allt sem segja þarf. Skipið er gert til þess að sigla, það er byggt til þess að standast hafið við sitt versta. Skipstjóranum er gefinn áttaviti og hann getur valið eigin stefnu, en meira getur hann ekki. Hann verður að taka því sem kemur. Skipið er byggt til þess að takast á við aðstæður sem eru hvorki þægilegar eða fyrirsjáanlegar, en ef það stenst prófraunina og gefst ekki upp, þá mun það alltaf sigla lignan sjó að nýju, komast á leiðarenda að lokum, þrautseigri og sterkari,  þó svo að vindar munu blása aftur. 

 
Eins erum við erum gerð til þess að sigla lífsins ólgu sjó og hafa nákvæmlega ekkert um málin að leggja þegar þangað er komið. Við getum haft stefnu eins og skipstjórinn með áttavitann sinn að vopni, en það víst það eina sem við getum. Við getum siglt okkar stefnu og komist þangað að lokum ef við gefumst ekki upp, en vindar munu alltaf blása á okkur áður en við lendum á lignum sjó.  Við þurfum að standast prófraunir, við þurfum að vera sterk og við þurfum að vera tilbúin til þess að takast á við lífið þó að það sé ekki alltaf eða reyndar aldrei, eftir okkar höfði. En eins og með skipið, þá munum við alltaf lenda á góðum tímum, en eftir erfiðið þá höfum við unnið fyrir þeim og getum notið þeirra mun betur.
Sumir eru svo "heppnir" að lenda aldrei í neinu slæmu og virðast alltaf sigla þar sem sjórinn er þægilegur og góður, en svo kemur það í ljós að þrátt fyrir það að það hafi mun meira en aðrir, þá kunna þau ekki endilega að meta það, og vita ekki hvað þau hafa vegna þess að þau vita ekki hvað þau gætu skort.  

Ég get aldrei vitað hvert leið mín mun liggja nákvæmlega. Ég get ekki séð fyrir hvaða uppákomur munu á mér lenda og ég get ekki stjórnað lífinu eins og ég myndi kannski halda. Það eina sem ég get gert er að taka mér stefnu, hafa áttavitann í hönd og notað alla mína krafta til þess að halda mér á floti, gefast ekki upp og berjast á móti veðri og vindum.

Á endanum mun ég komast í höfn og ég mun vera sterkari og betri, það er það eina sem ég get stólað á.
Því það er víst það sem ég er gerð fyrir. 

Supriya


Brjálað!!

hahaha.. alltaf sama vesenið á þessum munkum, og núna eru blessaðar nunnurnar búnar að bætast í hópinn!

 Mér finnst þetta e-ð svo absúrt.. !! :)

 

Supriya


mbl.is Nunnur bætast í hóp mótmælenda á Myanmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hamingjan!

Hamingjan er svo yndislega yndisleg.

Hamingjan gefur mér hæfileikann til þess að gefa einhverjum sem minna á, bros og gleði. Þessi tilfinning sem kitlar í maganum, maður getur ekki hamið sig og maður getur ekki falið gleðina sem hún veitir. Hún fær mann til að hoppa og syngja og dansa, þó maður kunni það kannski alls ekki. Það er ekki aðeins gott að finna hamingjuna sjálfur og gleðjast með sjálfum sér, heldur er það stundum enn betra að gleðja einhvern sem manni þykir vænt um og fá fallegt bros til baka sem kveikir eld í hjartanu.

 

Hvað vekur hamingju?


 Hjá mér er það tilhlökkunin og spennan. Þegar e-ð nýtt og ókunnugt knýr að dyrum, þegar ég upplifi einhverja manneskju á annan hátt eða þegar ég finn að ég er elskuð. Þegar ég finn að ég er lifandi og ég sé tilgang minn í verkum mínum. Ég get líka orðið  hamingjusöm við það að hlusta á fallega tónlist, sem ef til vill minnir mig á góða tíma eða vekur vellíðan hjá mér og minnir mig á töfrana sem lífið hefur að geyma.

 Hamingjuna er að finna á hverjum degi, maður þarf aðeins að opna augun fyrir lífinu.  Að sjá barnið sitt hlægja, að hlusta á náttúruna og fuglana, að hugsa um atburði sem snerta okkur geta vakið upp brennandi gleði og þakklætis tilfinningu. 

Það er þessi tilfinning sem getur slegið á gleðistrengi í hjartanu og fengið laglausan mann til að syngja vel og staurfót eins og mig sjálfa til þess að dansa, eða tilfinningin sem gefur frið og hugarró, sveipir burt öllum áhyggjum og lætur okkur líða fullnægðum, þó við gætum kannski haft mun meira.


Hamingjan gerir okkur nægjusöm, og sýnir okkur hvað við höfum, svo við gleymum því sem okkur skortir. Hvernig sem hamingjan svo  birtist, þá er mikilvægt að meðtaka hana. Hamingjan margfaldast þegar maður deilir henni með öðrum, sem er kannski ástæðan fyrir því að ég get aldrei haldið munninum lokuðum þegar ég hef gleðilegar fréttir.

 

Hamingjan er fólgin í tilfinningunum. Tilfinningarnar gefa okkur þessa hamingjuna, og það eru einmitt þær sem greina okkur frá mörgum öðrum dýrategunum. Við finnum til, en við gleðjumst að lokum.

 

 Hamingjan, gleðitilfinngin er ástæðan fyrir því að lífið er svo þess virði að lifa því. Hamingjan er það sem gerir erfiðleikana, grátinn og sorgina þess virði, vegna þess að þegar allt kemur til alls, þá undir lokin þá öðlumst við hana aftur. Kannski missum í einhverntíma, en þegar hún kemur til baka þá er það allt þess virði.

 

Hamingjan drífur mig áfram, hamingjan gerir mig að betri manneskju og hjálpar mér að geta og gera meira en ég hélt ég gæti einhverntíma gert. Í dag er ég mjög hamingjusöm, og ég vona að þið séuð það líka.

 

Knús á ykkur öll.

 

Supriya


Úfff... ég get ekki beðið!

Vá.. þetta verður svo geggjað!!

 

ég elska Coldplay og ég get ekki beðið eftir næsta disk!!

Mér finnst 9 lög vera fínt, gæði umfram magn takk!

Þetta verður jólagjöfin í ár handa mér... verð að fá þennan!! :)

 

Supriya


mbl.is Einungis níu lög á væntanlegri plötu Coldplay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugarró?

Vá þessi frétt kemur mér á óvart!! Ég hélt að Búddamunkar kunngerðu hugarástand sem einkennist af hugarró. Nægjusemi, friður og hamingja. Hmmm? En þegar bensínið hækkar, þá verða greinilega allir brjálaðir! Eins gott að þeir voru nú ekki á staðnum þegar bensínfyrirtækin heima höfðu samninga um bensínverð! þá hefði djöfullinn hitt ömmu sína! Er ástæða fyrir staðfestu þeirra í að halda hugarró? Eru munkar kannski fyrrverandi uppreisnarseggir með hávaða eða stórlaxar sem hafa fengið nóg af hraðanum og því flúið á bak við appelsínugula kufla þar sem rólegheitin og nægjusemin eiga að ráða ríkjum?  En það geta greinilega allir orðið reiðir! Ef Búddamunkar ganga berskersgans og kveikja í lögreglubílum þá hef ég greinilega verið með tilbúnar hugmyndir um þessa menn sem kannski meikar engan sense!!

Ég þarf ég kannski að endurskoða núverandi álit mitt á þessum glöðu, rólegu og nægjusömu munkum! Usssusss...!

amen.


mbl.is Búddamunkar taka öryggissveitarmenn í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimur versnandi fer!

Ég get ekki sagt að mér hafi brugðið mikið í morgun þegar maðurinn minn sagði mér af tilraun til hryðjuverkaárása hérna í Kaupmannahöfn. Heimur versnandi fer og manni er hætt að bregða við slíkum fregnum. Maður er víst hvergi öruggur og eins gott að fara að toga til sín tærnar!

 Allir aðilar sem handteknir voru, voru að erlendum uppruna, ýmist sólamískum, afgönskum eða tyrkneskum. Lögreglan ruddist inn á heimili og fjölskyldur þeirra handteknu klukkan 2 í nótt þar sem húsin voru rýmd og feður og mæður, bræður og systur voru flutt á brott. Það sem mér finnst leiðinlegt er að núna á útlendingahatrið hérna í Danmörku ekki eftir að batna. Ég get ekki álásað Dönum fyrir að vera súrir við þá sem þeir hleypa inn í landið sitt, fyrir að misnota sér góðmennsku og snúa sér svona gegn þeim.

Heimur versnandi fer og maður uppsker því sem maður sáir. Því miður eru þessi viskuorð farin að að eiga við um fleiri en þá sem sá. Fleiri uppskera það sem þeir örfáu sá, og það finnst mér ósanngjarnt.  Mér finnst málin og viðhorf gagnvart innflytjendum í Danmörku standa nógu illa nú þegar, og ekki er þetta á leiðinni til að bæta einn né neitt. Ég sem dökkur Íslendingur í Kaupmannahöfn hef svo sannarlega fengið minn skerf af leiðindum fyrir húðlit að kunna ekki dönskuna fullkomnlega, á þeim 3 mánuðum sem ég hef búið hérna. Ég hef ég beinlínis fengið illt augnaráð og mikla ókurteisi, sérstaklega þegar ég tala ensku en ekki dönsku. Svo þegar ég segist vera Íslendingur, þá breytist viðhorfið strax og fólk byrjar að brosa og afsaka sig. Þetta er mjög nýtt fyrir mér, þar sem ég sem er fædd og uppalin á Íslandi hef aldrei kynnst fordómum að neinu merkjanlegu leiti heima á klakanum. Ég get þá ekki öfundað þá fjölmörgu innflytjendur, og múslima sem búa hér, því ef ég fæ skítkast hvað fá þeir þá?

 Ég er alls ekki að réttlæta eitt né neitt sem þessir menn stóðu fyrir, enda er ég ein af flestum sem gagnrýnir ofsatrú og trúi ég að skilningsleysi í garð þeirra sem eru öðruvísi sé ein helsta ástæða fyrir versnandi heimi. Ég er á móti því að ættlast til þess að allir menn séu eins, og þegar mönnum mislíkar e-ð í fari annara að gripið sé til ofbeldis og misveldis.  Skoðun mín er hinsvegar sú að rangt sé að  að dæma fjöldann af þeim örfáu.

En eins og ég segi, ég geri ráð fyrir að hlutirnir eiga eftir að versna og ekki hlakka ég til að fá leiðindin framan í mig. Eins gott að ég fari að læra dönskuna almennilega!! Kannski ganga um í vetur með endurskinsmerki sem sýna íslenska fánann með harðfisk í einni og lakkrís í hinni talandi íslensku  og syngjandi sálma? Ég yrði kannski pirrandi.. en þá fengi ég líklega annað viðhorf...

 Supriya


mbl.is Al Qaeda að koma undir sig fótunum á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband